Holiday Calendar 2019

24,900 kr

Out of stock

Ekki til á lager

Fyrsta aðventudagatal Nola.

Við erum gífurlega stoltar af þessu verkefni og viljum gera vel við okkar viðskiptavini. Fyrir okkur er mikilvægt að halda sér á tánum og hlusta á viðskiptavini. Fyrir jólin 2018 fengum við mjög margar fyrirspurnir um dagatal með okkar vörum og helst vegan vörum svo við ákváðum að slá til.

Karin eigandi Nola og Bryndís starfsmaður fóru saman til Ítalíu í mars 2019 á risastóra snyrtivöru ráðstefnu til að kynna sér allskonar nýjungar og hitta birgja. Við heimkomu byrjaði undirbúningur á aðventudagatali 2019.

Á bakvið svona verkefni liggur heilmikil vinna og skipulagning. Við fengum til liðs við okkur Rakel Tómas sem teiknaði fyrir okkur forsíðu dagatalsins. Rakel er óendanlega hæfileikarík og hafa teikningar og skipulagsdagbækur hennar slegið verðskuldað í gegn.

Við vonum að þið séuð jafn ánægð og við. Ekki er hægt að skila eða skipta vörum úr dagatalinu.

xxx

NOLA

 

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Holiday Calendar 2019”

Netfang þitt verður ekki birt.