Vörumerki
Vöruflokkar
Undirflokkar
Nabla
Angel Aura Bronze
8.490 kr.
Lýsing

Angel Aura Bronze er fjölnota sólarpúðurs-serum sem lætur húðina líta út fyrir að vera vel nærð, slæett og fyllt, með náttúrulegri sólkysstum ljóma.

Notaðu það á allt andlitið fyrir ljómandi húð, mótaðu með því sem sólarpúður, eða notaðu það sem grunn til að jafna áferð húðarinnar, bæta útlit hennar og lengja endingu förðunar.

Þetta létta serum bráðnar inn á húðinni og veitir strax fullkomnandi áhrif. Húðin virðist sléttari og fágaðri, húðliturinn jafnari og með geislandi ljóma.

Angel Aura Bronze gefur silkimjúka og ljómandi áferð án glimmers eða glitrandi agna – aðeins náttúrulegan ljóma sem hentar við öll tilefni.

Vegna léttrar, byggjanlegrar þekju er það einnig fullkomið til að ná fram fallegu, náttúrulegu útliti án sýnilegrar förðunar.

Angel Aura Bronze má bera á allt andlitið fyrir mjúkan, náttúrulegan ljóma, eða nota sem fljótandi sólarpúður á kinnbein og hápunkta andlitsins til að móta.

Það má einnig nota sem grunn: það er hannað til að auka endingu förðunar og bæta áferð húðarinnar, þannig að hún verður sléttari og jafnari.


Kostir:

• Strax sólkysstur árangur sem gefur húðinni heilbrigðan, ljómandi lit með léttri þekju
• Fjölhæfur litur sem hentar öllum húðlitum
• Serumkennd áferð sem blandast auðveldlega inn í húðina
• Ríkt af húðbætandi innihaldsefnum, klínískt prófað með sýnilegum árangri
• Lyftandi áhrif og andoxandi eiginleikar
• Sléttir húðina og lengir endingu förðunar
• Rakagefandi án þess að vera klístrugt. Hentar öllum húðgerðum
• Fíngerður kókos-monoi ilmur

Notkun:

• Grunnur (primer): Berðu á húðina áður en þú setur farða. Auk þess að bæta áferð húðarinnar er Angel Aura Bronze hannað til að slétta húðina og auka endingu annarra förðunarvara.

• Sem náttúruleg grunnáferð á ófarðaða húð: Eftir húðumhirðu, berðu Angel Aura Bronze á allt andlitið til að jafna húðlit og ná fram náttúrulega sólkysstri áferð. Útkoman sést strax: húðin virkar fersk, slétt og ljómandi. Þú getur líka borið hana á háls og bringu!

• Blandað við farða: Til að hita upp venjulegan farðalit eftir sólbað eða brúnkukrems notkun.

• Yfir farða: Fyrir meiri þekju skaltu bera það á eftir að þú hefur sett grunnfarðann þinn. Það bætir við hlýju og náttúrulegum ljóma.

• Sem fljótandi sólarpúður: Til að auka sólarpúðursáhrif, berðu lítið magn á hápunkta andlitsins, eins og kinnbein, gagnauga og nefbrú, og blandaðu varlega út.

• Sérfræðiráð: Það lítur dásamlega út með Freckle Maker, fyrir náttúrulega og afar raunsæja sólkyssta áferð!

Gott að vita:

Cruelty Free

Vegan

Framleitt á Ítalíu

30 ml

Innihaldsefni

aqua / water / eau, glycerin, citrus aurantium amara (bitter orange) flower water, synthetic fluorphlogopite, methylpropanediol, squalane, coco-caprylate/caprate, sodium acrylates copolymer, mica, capryloyl/capryloyl leucine isosorbide esters, polyglyceryl-4 caprate, castanea sativa (chestnut) seed extract, sodium hyaluronate, daucus carota sativa (carrot) seed oil, polyglyceryl-3 polyricinoleate, lecithin, caprylyl glycol, caprylic/capric triglyceride, ethylhexylglycerin, isosorbide, xanthan gum, polyglyceryl-3 diisostearate, trisodium ethylenediamine disuccinate, tocopheryl acetate, phenylpropanol, tin oxide, sodium hydroxide, tocopherol, parfum / fragrance, citrus aurantium flower oil, linalool. +/− (may contain / peut contenir): ci 77891 (titanium dioxide), ci 77491 - ci 77499 (iron oxides).

Sími
537-1877
Tölvupóstur
Heimilisfang
Ármúli 38
Komdu í Nola klúbbinn
🍪
Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun, til að geta notað samfélagsmiðlalausnir og til að bæta þjónustuna okkar.
Hafna
Samþykkja