Vörumerki
Vöruflokkar
Undirflokkar
Tilgangur
Heimurinn er ruglingslegur. Við búum við endalaust áreiti og kröfur um að líta vel út og koma óaðfinnanlega fram.
Stöðugt er verið að ýta að okkur vörum sem lofa eilífri fegurð og lausnum við vandamálum, sem voru mögulega aldrei til staðar.
Hvert sem litið er dynja á þér neikvæð skilaboð: „Þú ert með slæma húð! Léttu þig! Styrktu þig! Þú ert of mikið svona eða of lítið hinsegin!“
Endalaust
Það er nóg komið af þessu. Meira en nóg. Og einmitt þess vegna erum við hér.
Nola er hér fyrir þig. Til að hægja á, minnka suðið og finna samhljóm.
Fyrir okkur er fegurð ekki eitthvað eitt, endanlegt markmið. Hún liggur í reynslunni. Ferðalaginu. Til þess að finna hana þarftu að leita inn á við. Þar og aðeins þar finnur þú þína sönnu útgeislun. Þar liggur fegurðin. Alltaf.
Fegurðin á aldrei að koma á kostnað annarra. Hún á ekki að meiða eða skaða. Hvorki þig né nokkuð annað. Í okkar bókum er þetta algerlega skýrt.
Fegurð og kjaftæði eiga enga samleið
Í okkar augum er fegurðin helgur hluti af sjálfsmynd hvers og eins. Hún þrífst á ást, visku og umhyggju — hún streymir að innan og nærir húðina.
Nola býður ykkur öll velkomin. Hér er enginn afsláttur gefinn af fegurðinni. Hún á aðeins skilið það besta.
Sími
537-1877
Tölvupóstur
Heimilisfang
Ármúli 38
Komdu í Nola klúbbinn
🍪
Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun, til að geta notað samfélagsmiðlalausnir og til að bæta þjónustuna okkar.
Hafna
Samþykkja