Vörumerki
Vöruflokkar
Undirflokkar
NOLA
Nola hreinsir
2.990 kr.

NOLA X URÐ

Í tilefni 10 ára afmælis okkar fengum við Erlu hjá URÐ til að framleiða fyrir okkur vöru.  Úr varð þessi dásamlegi hreinsir í föstu formi sem inniheldur einungis 4 náttúruleg innihaldsefni.  Hver og einn hreinsir er handgerður og enginn nákvæmlega eins. Stykkin eru látin standa í 3-4 vikur og eru kaldpressuð sem þýðir að öll dýrmætu innihaldsefnin varðveitast betur og engin 'short-cuts' í ferlinu. Hægt er að nota hreinsinn sem andlitshreinsi, líkamshreinsi, handhreinsi og burstahreinsi.

Varan inniheldur:

kókosolíu (gefur raka)

repjuolíu (eina olían sem er framleidd á Íslandi eins og er og frábær í sápugerð)

Casterolía (bólguminnkandi og róandi)

Virk kol (draga í sig óhreinindi og eru bakteríudrepandi)

Hreinsirinn er vegan, cruelty free og ilmefnalaus. Íslensk framleiðsla @URÐ

Hvað er URÐ?

URÐ var stofnað árið 2016 af Erlu Gísladóttur. Vörumerkið URÐ er gamalt íslenskt orð sem merkir jörð eða jarðvegur. Það táknar hreinu innihaldsefnin sem notuð eru í vörum okkar. Allar okkar vörur eru handgerðar með tilliti til náttúrunnar. Hugmyndin á bak við URÐ lifnaði við í eldhúsinu hjá Erlu með ilm- og húðumhirðu. Erla er með bakgrunn í snyrtifræði og listasögu. sem kom sér vel við vöruþróun. Meginhugmyndin var að búa til skapandi ilm- og baðvörur byggðar á gömlum handverksaðferðum með íslensku hráefni sem ekki hafði verið notað áður í húðumhirðu. Við sækjum innblástur í íslenska náttúru og horfum í fornar hefðir við notkun hráefna í snyrtivörum. Við notum íslenska repjuolíu og hafra frá Sandhóli, þörunga frá Ískalki á Bíldudal, salt frá Hafsalti á Djúpavogi, þara frá Thorverki Reykhólum og jökulleirinn Steinólf frá Ytri-Fagradal. Við handtínum sjálf blóðberg og aðrar jurtir. (tekið af urd.is)

Lýsing

NOLA X URÐ

Í tilefni 10 ára afmælis okkar fengum við Erlu hjá URÐ til að framleiða fyrir okkur vöru.  Úr varð þessi dásamlegi hreinsir í föstu formi sem inniheldur einungis 4 náttúruleg innihaldsefni.  Hver og einn hreinsir er handgerður og enginn nákvæmlega eins. Stykkin eru látin standa í 3-4 vikur og eru kaldpressuð sem þýðir að öll dýrmætu innihaldsefnin varðveitast betur og engin 'short-cuts' í ferlinu. Hægt er að nota hreinsinn sem andlitshreinsi, líkamshreinsi, handhreinsi og burstahreinsi.

Varan inniheldur:

kókosolíu (gefur raka)

repjuolíu (eina olían sem er framleidd á Íslandi eins og er og frábær í sápugerð)

Casterolía (bólguminnkandi og róandi)

Virk kol (draga í sig óhreinindi og eru bakteríudrepandi)

Hreinsirinn er vegan, cruelty free og ilmefnalaus. Íslensk framleiðsla @URÐ

Hvað er URÐ?

URÐ var stofnað árið 2016 af Erlu Gísladóttur. Vörumerkið URÐ er gamalt íslenskt orð sem merkir jörð eða jarðvegur. Það táknar hreinu innihaldsefnin sem notuð eru í vörum okkar. Allar okkar vörur eru handgerðar með tilliti til náttúrunnar. Hugmyndin á bak við URÐ lifnaði við í eldhúsinu hjá Erlu með ilm- og húðumhirðu. Erla er með bakgrunn í snyrtifræði og listasögu. sem kom sér vel við vöruþróun. Meginhugmyndin var að búa til skapandi ilm- og baðvörur byggðar á gömlum handverksaðferðum með íslensku hráefni sem ekki hafði verið notað áður í húðumhirðu. Við sækjum innblástur í íslenska náttúru og horfum í fornar hefðir við notkun hráefna í snyrtivörum. Við notum íslenska repjuolíu og hafra frá Sandhóli, þörunga frá Ískalki á Bíldudal, salt frá Hafsalti á Djúpavogi, þara frá Thorverki Reykhólum og jökulleirinn Steinólf frá Ytri-Fagradal. Við handtínum sjálf blóðberg og aðrar jurtir. (tekið af urd.is)

Innihaldsefni

Kókosolía, repjuolía, casterolía, virk kol

Sími
537-1877
Tölvupóstur
Heimilisfang
Ármúli 38
Komdu í Nola klúbbinn
🍪
Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun, til að geta notað samfélagsmiðlalausnir og til að bæta þjónustuna okkar.
Hafna
Samþykkja